Karlakórinn Jökull í heimsókn

Karlakórinn Jökull
Karlakórinn Jökull
Karlakórinn Jökull, frá Hornafirði, er væntenlegur í söngferð til Norðurlands um næstu helgi. Þeir syngja á tónleikum í Glerárkirkju á föstudagskvöld og njóta þar liðsinnis Karlakórs Akureyrar-Geysis, sem syngur með þeim nokkur lög. KAG endurgeldur þar með greiðann frá því um daginn, þegar Jökull söng með þeim á tónleikum á Hornafirði. Jökull syngur svo á tónleikum í Dalvíkurkirkju á laugardagskvöld.
Hornfirðingar gera gott betur en að syngja í þessum túr, en KAG er búinn að skipuleggja fyrir þá fínustu helgarferð. T.d. fara þeir í siglingu með Húna og ferðast um Eyjarfjarðarsvæðið.