Fréttir

Mottusalan gekk vel!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi stóðu vaktina, sem fyrr, og seldu mottur til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Uppdressaðir í smóking vöktu þeir verðskuldaða athygli og seldu grimmt. Sölustaður KAG var Bónus við Kjarnagötu og þegar æsingurinn var mestur, fengu viðskiptavinir ekki að fara úr búðinni fyrr en þeir höfðu keypt mottu! Það segir sagan allavega...kannski var þetta ekki alveg svona!   

Hemir og KAG í Hofi!

Heimir Bjarni Ingimarsson og Karlakór Akureyrar-Geysir koma fram á sameiginlegum tónleikum í Menningarhúsinu Hofi, fimmtudagskvöldið 7. apríl. Fluttar verða aríur úr þekktum óperum og þekkt íslensk sönglög. Undirleikari verður Aladár Rácz. Tónleikarnir verða í Hamraborg, stóra sal Hofs, og hefjast kl. 20.

Árshátíð KAG 2011

Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn! Árshátíð KAG verður haldin í Lóni laugardaginn 12. mars. Það er hinn ómótstæðilegi 2. tenór sem sér um hátíðina að þessu sinni. Þeir hafa undirbúið herlega dagskrá með góðum mat og öllu tilheyrandi.  

Valmar í Landanum!

Valmar, okkar mikli snillingur, var gestur í síðasta þætti Landans. Skrapp til Íslands árið 1994 og ætlaði að vera í eitt ár! Er hér enn sem betur fer og verður vonandi sem lengst! Skemmtilegt viðtal við Valmar. Sjáið hér   

Allt komið á fullt eftir áramót

KAG félagar eru komnir á skrið eftir áramótin og farnir að æfa af krafti. Mörg spennandi verkefni eru framundan. Þar á meðal tónleikar með lögum Björgvins Guðmundssonar, tónskálds. Ekki er ólíklegt að KAG stígi á svið í Hofi, jafnvel verður eitthvað tekið upp af efni og svo verður að sjálfsögðu æft fyrir árlega vortónleika KAG.     

Gamlársgleðin góð sem fyrr

Eins og fjölmörg undanfarin ár hittust KAG félagar í Lóni á gamlársdag, skáluðu saman og tóku lagið. Þessi siður er skemmtilegur og fastur liður í starfi margra KAG félaga, núverandi og ekki síður fyrrverandi. Karlakór Akureyrar-Geysir sendir ykkur öllum bestu óskir um gleðilegt nýtt ár og vonar að margir verði á vegi kósins á því góða ári 2011.       Myndir frá gamlársgleðinni