Mottusalan gekk vel!

Sigurgeir og Tommi að moka út mottum!
Sigurgeir og Tommi að moka út mottum!
Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi stóðu vaktina, sem fyrr, og seldu mottur til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Uppdressaðir í smóking vöktu þeir verðskuldaða athygli og seldu grimmt. Sölustaður KAG var Bónus við Kjarnagötu og þegar æsingurinn var mestur, fengu viðskiptavinir ekki að fara úr búðinni fyrr en þeir höfðu keypt mottu! Það segir sagan allavega...kannski var þetta ekki alveg svona!