Sungið til styrktar Aflinu

KAG á tónleikunum í Akureyrarkirkju
KAG á tónleikunum í Akureyrarkirkju
Félagar í KAG voru í stórum hópi tónlistarfólks sem kom fram á árlegum tónleikum til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, í Akureyrarkirkju fimmtudaginn 4. nóvember.

Auk Karlakórs Akureyrar-Geysis komu þar fram Kirkjukór Glerárkirkju, Bryndís Ásmundsdóttir, Óskar Pétursson, Rúnar Eff og Heimir Bjarni Ingimarsson ásamt hljómsveit. Valmar okkar Väljaots var í stóru hlutverki þetta kvöld, stjórnaði tveimur kórum og lék undir á píanó. 

Fjölmargir lögðu leið sína á tónleikana í Akureyrarkirkju og fín stemmning var í kirkjunni þetta kvöld.