Karlakórinn Þrestir í heimsókn

Karlakórinn Þrestir er þessa dagana á söngferð um landið og tónleikar í höfuðstað Norðurlands eru að sjálfsögðu á dagskrá! Þrestirnir syngja í Glerákirkju á sunnudaginn, 28. sept. og hefjast tónleikarnir klukkan 16:00. Karkakór Akureyrar-Geysir ætlar að syngja fyrir félaga sína Þrestina og hefja tónleikana með nokkrum lögum!

Tilefnið að þessari ferð Karlakórsins Þrasta er að karlakórssönghefð í Hafnarfirði er 100 ára um þessar mundir. Allur ágóði af tónleikum í ferðinni rennur óskiptur til barnaspítala Hringsins.

Dagskráin er svohljóðandi:
Hafnarkirkja, föstudaginn 26. september kl. 20.30
Egilsstaðakirkja, laugardaginn 27. september kl. 15.00
Glerárkirkja, sunnudaginn 28. september kl. 16.00  
Reykjahlíðarkirkja, sunnudaginn 28. september kl. 21.00