Fín mæting á fyrstu æfingu

Það var vel mætt á fyrstu æfingu haustsins í kvöld. Ríflega 40 kallar mættu í Lón og nokkur ný andlit í hópnum! Þetta lofar góðu fyrir veturinn, sem verður vonandi viðburðaríkur og skemmtilegur. Fyrsta stóra verkefni vetrarsins verður Heklumót, norðlenskra karlakóra, sem haldið verður á Húsavík í nóvember.