Fréttir

Málningarhelgin mikla!

Það var mikill kraftur í KAG-köllum um helgina, en þá tóku menn sig til og máluðu Lón að innan, hátt og lágt! Á föstudag var allt rifið af veggjum og lofti og máling undirbúin. Á laugardag voru báðar hæðir grunnmálaðar og rúmlega það og á sunnudag var farin seinni umferð á alla veggi og verkið klárað!

Norðurorka styrkir KAG

Karlakór Akureyrar-Geysir var eitt þeirra félaga sem fengu, í upphafi árs, úthlutað styrkjum Norðurorku hf. til samfélagsverkefna. Kórinn fékk styrk að upphæð kr. 200.000.-