Æfingar hafnar og allt að gerast!

Þá er nýtt starfsár KAG hafið og æfingar byrjaðar af fullum krafti. Margt spennandi er framundan hjá kórfélögum og ljóst að þeim mun ekki leiðast næstu mánuðina! Meðal annars má nefna söng með Karlakór Hreppamanna, Frostrósatónleika, Hæ Tröllum, Heklumót á Ísafirði, Vortónleika og magnaða Skotlandsferð næsta sumar!  

Núna er því kjörið tæki fyrir þá sem langar að taka þátt í skemmtilegum félagsskap, og hafa gaman af að syngja, að hafa samband og skella sér í hópinn. Það er alltaf pláss fyrir hressa söngmenn hjá KAG! Nýir félagar bætast að jafnaði í hópinn á hverju hausti og allir eru boðnir velkomnir til reynslu. Þú þarft ekki að lesa nótur né vera einhver hetjutenór!

Kórinn æfir á mánudögum og miðvikudögum kl. 20-22 í Lóni, félagsheimili KAG. Þeir sem eru að hugsa um að skella sér í hópinn geta hringt í einhvern eftirtalinna: Snorri, 863-1419 - Valmar, 849-2949 - Hallgrímur, 892-4132. 

Nokkrar hagnýtar upplýsingar um Karlakór Akureyrar-Geysi.