Sungið fyrir Aflið og ánægjuna

KAG í Akureyrarkirkju í kvöld
KAG í Akureyrarkirkju í kvöld

Í kvöld tók Karlakór Akureyrar-Geysir þátt í tónleikum í Akureyrarkirkju, til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Þar komu fram auk KAG; Friðrik Ómar, Óskar Pétursson, Inga Eydal, Hundur í óskilum og Heimir Ingimarsson. Kynnir var Bryndís Ásmundsdóttir leik- og söngkona.

  KAG söng; Steal Away, Capri Catarina, Þó þú langförull legðir og Hraustir menn. Hið síðastnefnda sungum við með Heimi Ingimarssyni, fyrrum KAG-félaga og miklum hetjubassa.

Akureyrarkirkja var full af fólki í kvöld og mikil stemmning. Það var ánægjulegt fyrir KAG að geta tekið þátt í að styðja við bakið á Aflinu og þeirri góðu starfsemi sem þar fer fram.