Fréttir

Sjómannadagurinn 2008

Eins og mörg undanfarin ár, tók KAG lagið fyrir gesti Sjómannadagsins á Akureyri. Fjöldi gesta hlýddi á kórinn taka lagið á Torfunefsbryggju, þar sem fram fór skemmtun í tilefni dagsins. KAG var þarna í góðum félagsskap, en meðal þeirra sem tóku lagið voru Yfirliðsbræðurnir Örn og Óskar og Þorvaldur Halldórsson og Helena Eyjólfsdóttir.

Snorri formaður SÍK

Snorri Guðvarðsson, formaðurinn okkar, var kjörinn formaður Sambands íslenskra karlakóra (SÍK) á aðalfundi sambandsins 17. maí sl. Við óskum Snorra innilega til hamingju með embættið og heitum þess að sjálfsögðu að styðja hann með ráðum og dáð!   

Vortónleikar og vertíðarlok

Árlegir vortónleikar Karlakórs Akureyrar-Geysis verða í Glerárkirkju, laugardaginn 17. maí. Daginn áður fer kórinn til Siglufjarðar og syngur í Bíósalnum þar. Að vortónleikum loknum er eiginlegu vetarstarfi KAG lokið þetta árið og því gerum við okkur dagamun með mikilli veislu í Lóni á laugardagskvöld.

KAG söng við messu í Glerárkirkju

Á uppstigningardag, söng KAG við messu í Glerárkirkju, en þetta er orðið að árlegum viðburði í starfi kórsins. Þetta skemmtilega samstarf hefur skapast í kjölfar þess að KAG syngur jafnan eina tónleika í kirkjunni á hverju vori. Því má segja að við séum að borga húsaleiguna með því að leggja kirkjunni lið í messu á uppstigingardag! 

Hæ tröllum tókst vel

Þann 5. apríl hélt KAG kóramót, sem við köllum “Hæ, Tröllum á meðan við tórum”. Þetta mót er orðið að árlegum viðburði, en þarna hittast nokkrir kórar og syngja saman.

Fyrstir til að syngja í Hofi!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi urðu fyrstir til að syngja í Hofi, nýju menningarhúsi á Akureyri. Sungið var í beinni útsendingu Kastljóss Sjónvarpsins, en dagskrárgerðarfólk RUVAK brá á það ráð að kanna hljómburðinn í hálfbyggðu húsinu.