Fyrstir til að syngja í Hofi!

Félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi urðu fyrstir til að syngja í Hofi, nýju menningarhúsi á Akureyri. Sungið var í beinni útsendingu Kastljóss Sjónvarpsins, en dagskrárgerðarfólk RUVAK brá á það ráð að kanna hljómburðinn í hálfbyggðu húsinu.

Víst er að hljómburðurinn reyndist nægur, kannski of mikill, því söngurinn bergmálaði um allt hús! Þetta var auðgvitað til ganams gert, en ljóst er samt að félagar í KAG ætla ekki að láta sitt eftir liggja þegar kemur að því að syngja í Hofi fullbyggðu.