- 17 stk.
- 30.09.2010
Vortónleikar KAG 2010 voru í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík 14. maí og Glerárkirkju á Akureyri 15. maí. Flutt var blanda af nýju og gömlu efni, elsta lagið var frá miðri 16. öld eftir Giovanni Pierluigi da Palestrina og það nýjasta eftir Gunnar Halldórsson félaga í KAG. Einsöngvarar voru þeir Erlingur Arason, Heimir Ingimarsson og Jónas Þór Jónasson. Stjórnandi var Valmar Väljaots og undirleikari Jaan Alavere.