Starfsárið hafið!

Hjörleifur stýrir KAG köllum
Hjörleifur stýrir KAG köllum
Þá eru félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi lagðir af stað í enn einn söngveturinn. Kórfélagar komu saman á fundi í Lóni, þriðjudagskvöldið 10. september, til að stilla saman strengi og ákveða starfið til áramóta.


Og það er ýmislegt á dagskrá! Tvö stór verkefni eru fyrirhuguð til áramóta. Það fyrra eru tónleikar í Miðgarði í Skagafirði í samstarfi við Karlakór Kjalnesinga. Á aðventunni eru svo í bígerð jólatónleikar í samstarfi við barakór Akureyrarkirkju. 


Eftir áramót eru ekki síður spennandi verkefni í bígerð. "Hæ, tröllum" tónleikar í mars, vortónleikar og Skotlandsferð.

Það var fín stemmning á þessum fyrsta fundi starfsársins, 6 nýir félagar slógust í hópinn og nokkrir sem verið hafa í fríi eru komnir aftur. Það stefnir semsagt í fínan söngvetur hjá KAG-félögum!