Mottuboð í Hofi

Karlakór Akureyrar-Geysir söng í Mottuboði Klúbbs matreiðslumeistara á Norðurlandi, sem haldið var í Hofi fimmtudagskvöldið 21. mars.

Um 300 gestir mættu í boðið, fjölmargir listamenn skemmtu og hópur matreiðslumeistara bauð upp á 20 rétta matarveislu. 


Samtals söfluðust um
 2 milljónir króna, sem renna beint til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.