KAG 20 ára!

KAG í Noregsferð árið 1996. Stjórnandi er Roar Kvam og fyrir miðri mynd er fyrsti formaður kórsins, …
KAG í Noregsferð árið 1996. Stjórnandi er Roar Kvam og fyrir miðri mynd er fyrsti formaður kórsins, Ingvi Rafn Jóhannsson.
11. október 2010 eru liðin 20 ár frá því Karlakór Akureyrar og Karlakórinn Geysir voru sameinaðir í Karlakór Akureyrar-Geysi. Þessir tveir karlakórar höfðu þá starfað um áratuga skeið og voru hvor um sig stór þáttur í menningarstarfi á Akureyri.


Karlakór Akureyrar var stofnaður árið 1929 og Karlakórinn Geysir árið 1922. Kórarnir voru fjandvinir; höfðu báðir sömu markmið, en kepptust um félaga og athygli. Kringum 1980 fór veldi kóranna dvínandi, söngmönnum hafði fækkað og kórarnir við það að verða ófærir um að sinna sínu hlutverki. Árið 1990 var ákveðið að sameina kórana og þann 11. október það ár, varð til skilgetið afkvæmi þessara tveggja gömlu merkiskóra; Karlakór Akureyrar - Geysir.