Jólalögin farin að hljóma

Jólanóturnar hafa verið dregnar fram
Jólanóturnar hafa verið dregnar fram
Þó enn sé september þá eru félagar í KAG farnir að æfa jólalögin. Enda stórt verkefni í vændum á aðventunni. 


12. desember halda Karlakór Akureyrar-Geysir og Stúlknakór Akureyrarkirkju sameiginlega jólatónleika í Akureyrarkirkju. Mikill metnaður verður lagður í þetta verkefni, enda markmiðið að halda vandaða og fallega tónleika.

KAG hefur gjarnan haldið jólatónleika, þó það sé ekki fastur liður á vetrardagskránni. En alltaf syngur kórinn þó jólalög í jólamánuðinum, þó ekki sé það alltaf á formegum tónleikum.

Að þessu sinni er mikið í vændum og verður afar spennandi að vinna með Sigrúnu Mögnu Þórsteinsdóttur og stúlknakórnum hennar.