Gleðilegt sumar!

Akureyri á fögrum sumardegi. Mynd: www.akureyri.is
Akureyri á fögrum sumardegi. Mynd: www.akureyri.is
Sumardagurinn fyrsti er genginn í garð og veturinn fomlega að baki. Sumar og vetur frusu saman, sem á að vita á gott sumar. Við vonum að sjálfsögðu að svo verði. Næstu daga og vikur njóta félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi árangurs af vetrarstarfinu, ströngum æfingum og söng við hin ýmsu tækifæri. Framundan eru söngferðir og vortónleikar, hápunktur starfsársins! 

Í dag, sumardaginn fyrsta, syngur KAG á Vorkomu Akureyrarstofu, árlegri hátíð í Ketilhúsinu, þar sem nýr bæjarlistamaður Akureyrar verður útnefndur og veittar ýmsar viðurkenningar Menningarsjóðs Akureyrarbæjar til einstaklinga og fyrirtækja. 

Næst liggur leiðin austur á land á kóramótið "Norðaustan þrír". Karlakór Akureyrar-Geysir, Karlakórinn Drífandi af Fljótsdalshéraði og Karlakórinn Jökull frá Hornafirði sameinast þá á tónleikum á Vopnafirði á föstudagskvöld og Egilsstöðum á laugardag.

Föstudagskvöldið 14. maí syngur KAG á tónleikum í menningarhúsinu Bergi á Dalvík, kl. 20:30. Daginn eftir, laugardaginn 15. maí, kl. 16:00, verða hinir eiginlegur vortónleikar í Glerárkirkju á Akureyri. Hápunktur starfsársins og okkar stærstu tónleikar!