Frábæru Frostrósaverkefni lokið!

Frostrósir loga á ný!
Frostrósir loga á ný!
KAG tók þátt í tónleikum Frostrósa í menningarhúsinu Hofi 16.-17. og 18. desember. Virkilega ánægjulegt erkefni, sungið fyrir 3000 gesti á sex tónleikum á þremur dögum. Uppselt öll kvöldin. 

Það var mikill undirbúningu fyrir þetta vekefni, stífar æfingar og mikil vinna. Allt erfiðið var hinsvergar gleymt þegar upp var staðið. Það var alveg ný reynsla fyrir KAG að taka þátt í svo viðamiklu verkefni. Á sviðinu voru þrír kórar, fjöldi hljóðfæraleikara og svo auðvitað einsöngvarar Frostrósa, samtals um 100 manns! Þetta þurfti allt að samhæfa. 

Mótttökurnar voru frábærar og mikil stemmning í Hofi þessi þrjú kvöld. Þegar er farið að ræða samstarf við Frostrósir á næsta ári og spurning hvort þetta verkefni verður árvisst hjá KAG næstu árin?