KAG og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Laugardaginn 14. maí tekur Karlakór Akureyrar-Geysir þátt í tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Tónlistarskólans á Akureyri í Hofi. 40 danskir hljóðfæraleikarar frá tveimur tónlistarskólum á Kaupmannahafnarsvæðinu leika einnig á tónleikunum. 

Á efnisskránni verður Sinfónía nr. 2 eftir J. Brahms, Svíta fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Christian Sinding og Finlandia eftir Jean Sibelius. Stjórnandi á tónleikunum er Guðmundur Óli Gunnarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 16:00.