• Vortónleikar   í Hofi 23.apríl 2022

    Vortónleikar í Hofi 23.apríl 2022

     

     KAG 2022

    Fögnum vori með söng Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli samfellds karlakórastarfs á árinu. Í tilefni af því og eftir langan Covid-tíma finnst kórnum vel til fundið að bjóða yngri og eldra áhugafólki um söng og gleði sérstaklega að fagna vorinu með söng. Aðgangseyri er þannig stillt í hóf kr. 3000. Söngskráin er fjölbreytt, frá hefðbundnum karlakórlögum og yfir í nánari nútíma og sérstakur gestur á þessum tónleikum er Andrea Gylfadóttir. Söngstjóri KAG er Valmar Väljaots en hann tók við kórnum sl. haust, en hann hefur áður stjórnað kórnum um árabil.