Félagsheimilið Lón

 

Lón selt!

Karlakór Akureyrar Geysir hefur rekið félagsheimili sitt í  Lóni  við Hrísalund 1a á Akureyri. Þar hefur verið miðstöð félagsstarfs KAG . 

Í Lóni hefur Tónskóli Róars(Róars Kvam) og Tónlistarskóli Eyjafjarðar haft húsnæði fyrir kennslu um nokkurt árabil.

 

Rekstur hússins hefur þyngst með árunum og þar kom að félagið setti húsnæði sitt á sölu.     Samþykkt hefur verið kauptilboð í Lón með venjulegum fyrirvörum og í samræmi við það er gert ráð fyrir að félagið hætti rekstrinum og láti frá sér þetta húsnæði.   Afhendingartími hefur ekki verið endanlega ákveðinn.

Með vísan til samkomutakmarkana  vegna Covid 19 og þess sem hér að ofan segir er öllum sem hafa pantað aðstöðu í húsinu á næstu vikum ráðlagt að hafa samband við  húsvörðinn, Henry Henriksen, sími: 855-0140, netfang: henriksen52@hotmail.com

Lón á Facebook