Félagsheimilið Lón

 

Félagsheimili KAG heitir Lón og stendur við Hrísalund 1a á Akureyri. Þar er miðstöð félagsstarfs KAG og þar heldur kórinn flestar sínar samkomur. Í Lóni geymir KAG sögu sína sem spannar yfir 90 ár. KAG æfir í Lóni á þriðjudagskvöldum kl. 20-22.

Hægt er að leigja Lón fyrir fundi og samkomur. Þar er góður veislusalur, bar og eldhús. Einnig þráðlaust netsamband, skjávarpi og tjald. 

Til að bóka húsið má hringja í húsvörðinn, Henry Henriksen, sími: 855-0140, netfang: henriksen52@hotmail.com

Lón á Facebook