Félagsheimilið Lón skiptir um eigendur;

 

Lón hefur verið selt!

Karlakór Akureyrar Geysir rak  félagsheimili sitt í  Lóni  við Hrísalund 1a á Akureyri um áratugi.   

Rekstur hússins reyndist kórnum of kostnaðarsamur og það varð að lokum mat kórfélaga að ekki væri ábyrgt að leggja í þann kostnað sem viðhald og endurbætur hefðu í för með sér.

Nýir eigendur taka við húsinu 1. júní 2021.       Ekki verður því um útleigu á veislusal á vegum Karlakórs Akureyrar Geysis meðan félagið er ekki eigandi að húsnæði.