Karlakór Akureyrar-Geysir

Karlakór Akureyrar Geysir

Saga Karlakórs Akureyrar-Geysis

Á Akureyri störfuđu lengi bćđi Karlakór Akureyrar (stofnađur 1929) og Karlakórinn Geysir (stofnađur 1922). Kórarnir voru fjandvinir; báđir höfđu sömu markmiđ en kepptust um félaga og athygli. Ţá var upphefđ ađ vera í karlakór og ákveđinn ljómi sveipar gamla kóra og kórfélaga.
Hér á árum áđur sáu kórarnir jafnvel um ađ skipuleggja hátíđahöld í bćnum ţann 17. júní. Kepptu ţeir ţá í fótbolta, bođhlaupi og ýmsu öđru. Kringum 1980 fór veldi ţessara sönghópa dvínandi og kórarnir viđ ţađ ađ verđa ófćrir um ađ syngja sökum fćkkunar. Áriđ 1990 er ákveđiđ ađ sameina kórana og ţann 11. október ţađ ár verđur til skilgetiđ afkvćmi ţessara tveggja gömlu merkiskóra: Karlakór Akureyrar - Geysir. Fyrsti formađur hins nýja kórs var kjörinn Ingvi Rafn Jóhannsson og söngstjóri Roar Kvam.

Kórinn hefur gefiđ út tvo geisladiska. Fyrst var ţađ "Vorkliđur", sem kom út áriđ 1997 og syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir ţar međ kórnum. Undirleik á píanó annađist Richard Simm. “Á Ljóđsins Vćngjum” leit svo dagsins ljós sumariđ 2005. Á honum eru lög viđ ljóđ Davíđs Stefánssonar. Fjölmargir einsöngvarar koma viđ sögu. Ari Jóhann Sigurđsson, Jóhannes Gíslason og Ţorkell Pálsson ásamt Erlu sjálfri koma öll úr kórnum svo og tvöfaldur kvartett. Gestir á diskinum eru Óskar Pétursson, Alda Ingibergsdóttir og Hulda Björk Garđarsdóttir. Aladár Rácz leikur undir á píanó, en margir ađrir hljóđfćraleikarar koma viđ sögu líka.

Auk hefđbundinnar dagskrár, sem inniheldur kaffihlađborđ, jólatónleika í einhverju formi, söng viđ jarđarfarir og ýmis önnur tćkifćri, söngferđir ýmist suđur eđa út á land og vortónleika, hefur KAG bryddađ upp á ýmsum nýjungum undanfarin ár. Sett var upp svokallađ “Bítla-prógram” eitt áriđ, “Allra meina bót” annađ ár, og síđar “Hć Hoppsasí” sem var samsafn írskra laga flutt í leikrćnum búningi. Ţá stendur Karlakór Akureyrar - Geysir einnig fyrir kóramóti, sem nefnist “Hć! Tröllum á međan viđ tórum”. Er ţađ orđinn fastur liđur í dagskrá hvers vetrar. Ţremur kórum er bođiđ ađ taka ţátt međ KAG hverju sinni og mótiđ haldiđ síđla vetrar. Hin besta skemmtun og gott fyrir kóra ađ hittast og heyra hver í öđrum.

Sumariđ 2003 fór KAG í hálfs mánađar ferđ til Ítalíu. Ţar var sungiđ í Feneyjum, Verona, Flórens og Péturskirkjunni í Róm. Ekki hittum viđ Páfann, en er sagt ađ hann hafi hlýtt á kórinn međ hjálp tćkninnar í herbergjum sínum. Mjög heitt var á Ítalíu ţetta sumar.Áriđ 2007 var fariđ í tíu daga söngferđ til Eistlands og Finnlands. Tćplega hundrađ manna hópur fór međ beinu flugi til Tallinn og söng á ýmsum stöđum í Eistlandi svo og í Lahti, vinabć Akureyrar, í Finnlandi. Merkileg ferđ fyrir margra hluta sakir og verđur lengi í minnum höfđ. 

Ćfingar KAG eru á ţriđjudögum frá 20:00 til 22:30. Byrjađ er ađ ćfa um miđjan september og stendur vertíđin yfir fram í maí. Félagsheimili kórsins heitir Lón og stendur viđ Hrísalund 1a.

Allir sem áhuga hafa á ađ vera međ í skemmtilegum og gefandi félagsskap, ćttu ađ drífa í ađ hafa samband. Ţađ er alltaf pláss fyrir nýja félaga í KAG!

KAG – Syngjandi sćlir!!!

Deildin

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.12 2007 - Stefna ehf

Skrá inn